Ísfélagið setur upp bronsstyttu af Ása í Bæ

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í gær beiðni Ísfélags Vestmannaeyja um leyfi til að koma fyrir bronsstyttu af Ása í Bæ við flotbryggjurnar á Smábátasvæði. Í umsókninni kemur fram að um er að ræða styttu í raunstærð sem sitja mun á steini og verða lýst upp (með gamaldags ljósastaur eða með öðrum hætti). Ási í Bæ […]
Dregið um lóðir við Áshamar

Á síðasta fundi Umhverfis- og skipulagsráðs var dregið úr innsendum umsóknum um raðhúsalóðir við Áshamar. Til úthlutunar voru fjórar raðhúsalóðir í Áshamri. Alls lágu fyrir þrjár umsóknir um lóðina Áshamar 95-103, tvær umsóknir um lóðina Áshamar 105-113, tvær umsóknir um lóðina Áshamar 115-123 og ein umsókn um lóðina Áshamar 125-133. Lóðunum var úthlutað samkvæmt vinnureglum […]
Kafarar trufluðu aðsiglingu Herjólfs

Herjólfur þurfti skyndilega frá að hverfa og taka beygju í aðsiglingu sinni í Landeyjahöfn nú fyrir skemmstu þar sem kafarar voru við störf innan hafnar. Farþegi sem Eyjafréttir ræddi við sagði um óþægilega upplifun hafi verið að ræða og fólki um borð hafi brugðið við hamaganginn. Herjólfur komst þó fljótlega inn í höfnina kemur atvikið […]
Starfsfólk Sea life trust ásamt fjölskyldum tóku til í Klettsvík

Nú styttist í það að mjaldrasysturnar flytji út í Klettsvík. Starfsfólk Sea life trust vinnur nú hörðum höndum að því að gera allt tilbúið fyrir þann flutning. Þau notuðu góða veðrið um liðna helgi og tóku sig til á samt fjölskyldum sínum og hreinsuðu til úti í Klettsvík en mikið safnast af rusli í fjörunni […]
Fimmtubekkingar spá í loðnu

Nemendur í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja rannsökuðu loðnu í bak og fyrir í kennslustund í fyrri viku og fræddust um þennan dyntótta fisk sem síðast veiddist 2018 en hvorki í fyrra né í ár. Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, lumaði hins vegar á nokkrum loðnum af 2018-árgerðinni í frysti og færði skólanum með ánægju. Fimmtubekkingar […]
Raunávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja 11,6%

Ávöxtun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja var afar góð á árinu 2019. Nafnávöxtun sjóðsins var um 14,6% á árinu, miðað við 8,4% árið 2018. Hrein raunávöxtun sjóðsins var jákvæð um 11,6% samanborið við 4,9% árið 2018. Ef horft er til síðastliðinna fimm ára er hrein meðalraunávöxtun sjóðsins 5,8% á ársgrundvelli og 4,9% ef horft er til síðastliðinna tíu […]