Herjólfur þurfti skyndilega frá að hverfa og taka beygju í aðsiglingu sinni í Landeyjahöfn nú fyrir skemmstu þar sem kafarar voru við störf innan hafnar. Farþegi sem Eyjafréttir ræddi við sagði um óþægilega upplifun hafi verið að ræða og fólki um borð hafi brugðið við hamaganginn. Herjólfur komst þó fljótlega inn í höfnina kemur atvikið ekki til með að hafa áhrif á áætlun skipsins.
Köfunarþjóunsta var mætt á vegum vegagerðarinnar fjarlægja þil á austur horni hafnarkanntsins. Kafararnir ætluðu að fjarlægja hluta þilsins á milli ferða. “Skipstjóri ákvað að taka auka hring til að full vissa sig um að enginn hætta væri fyrir hendi. Aðstæður sem þessar hafa verið æfðar í hermi við krefjandi skilyrði og skipstjórnarmenn því vel undirbúnir. Engin hætta skapaðist vegna þessa” sagi Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf í samtali við Eyjafréttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst