Sjómannadagshelgi (Myndir)

Hátíðarhöld í tilefni af Sjómannadeginum fóru fram með óhefðbundnu sniði um helgina. Enginn dansleikur var í Höllinni þetta árið sökum samkomu takmarkana en sjómenn gerðu sér glaðan dag með öðrum leiðum. Víða annarsstaðar á landinu voru hátíðarhöld felld niður eða haldin með fábreyttara sniði. Sjómannadagurinn var haldinn með glæsilegum hætti í Vestmannaeyjum eins og þessar […]
Tölvun býður fría hleðslu

Davíð Guðmundsson rafbílaáhugamaður hefur komið upp 11kW heimahleðslustöðin (Type 2) sem staðsett er á bak við Strandveg 50, beint á móti verslun Tölvunar. Stöðin er opin öllum rafbílaaeigendum án endurgjalds. Stöðin ætti að vera sýnileg á Plugshare sem er upplýsingaveita um hleðslustöðvar. “Nú geta rafbílaeigendur ferðast áhyggjulaust út fyrir landsteinana,” segir í færslu sem Davíð […]
Hjörtur í ársleyfi

Sigurður Böðvarsson yfirlæknir göngu- og lyflækningadeildar mun sinna starfi framkvæmdastjóra lækninga í fjarveru Hjartar Kristjánssonar sem er kominn í ársleyfi. Frá þessu er greint á vef HSU. Sigurður hefur starfað á HSU síðan 1. desember 2018. Þar áður starfaði hann sem sérfræðingur í krabbameinslækningum í Gundersen Health System, La Crosse í Wisconsin, Green Bay Oncology, […]
Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið

Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt sem visir.is birti í morgun Frá því nýi Herjólfur hóf að sinna hlutverki sínu um mitt síðasta […]
Móttökuáætlun leikskóla fyrir börn með fleiri en eitt tungumál

Móttökuáætlun leikskóla fyrir börn með fleiri en eitt tungumál lögð fram til kynningar á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Skólaskrifstofan hefur, í samvinnu við stjórnendur leikskóla, unnið að móttökuáætlun fyrir börn með fleiri en eitt tungumál en það eru börn sem hafa fæðst í öðru landi, eiga foreldra af erlendum uppruna og/eða dvalist langdvölum í […]