Toppur tilverunnar að komast á hestbak eftir makrílvaktina

Hún hefur um árabil verið flokksstjóri í sölum Vinnslustöðvarinnar, þar af undanfarin fjögur ár í nýju uppsjávarvinnsluhúsi fyrirtækisins. Ingigerður Guðrún Helgadóttir á að baki starfsferil í aldarfjórðung hjá VSV og hefur komið þar víða við sögu í fiskvinnslunni. Utan vinnu sinnir hún fjórfættum vinum og telur ekki eftir sér að verja miklum tíma í kringum […]
Þjóðhátíð 2020 aflýst, engir viðburðir á vegum ÍBV

Kæru Þjóðhátíðargestir Allar götur síðan COVID-19 breiddist út hefur Þjóðhátíðarnefnd unnið að ýmsum sviðsmyndum og haft mikið og gott samráð við Almannavarnarnefnd í þeirri vinnu. Síðasta sviðsmynd sem við vorum með var setning hátíðar, ball fyrir 2.000 manns í Herjólfsdal og ein kvöldvaka þar sem dalnum yrði skipt í þrjú 2.000 manna svæði. Þjóðhátíð 2020 […]
Sagnheimar fengu tæpar fjórar milljónir úr aukaúthlutun úr safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Bárust alls 37 umsóknir að heildarupphæð 61.195.000 kr. Allar umsóknir hljóta styrk og er heildarstyrkveiting 40.124.000 kr. […]
Leikur ÍBV og Blika færður vegna verkfalls

Í dag klukkan 17.30 mætast á Hásteinsvelli í Pepsí Max deild kvennalið ÍBV og Breiðabliks. Leikurinn var upphaflega settur á klukkan 18:00 en var færður þar sem Blikar þurfa að fljúga í leikinn vegna verkfalls um borð í Herjólfi. Blikar eru sem stendur í toppbaráttu deildarinnar en ÍBV í áttunda sæti með þrjú stig eftir […]
Tveggja sólarhringa verkfall hafið

Annað verkfall undirmanna á Herjólfi hófst núna á miðnætti og stendur í tvo sólarhringa. Það er því ljóst að lítið verður um ferðir í dag og á morgun en allar ferðir Herjólfs féllu niður í síðustu verkfallsaðgerð þann sjöunda þessa mánaðar. Þriðja verkfallið er svo yfirvofandi 21.júlí, 22.júlí og 23.júlí. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi frá sér […]