Dregið hefur úr atvinnuleysi í Eyjum

Dregið hefur lítillega úr atvinnuleysi í Vestmannaeyjum í sumar eftir að það hafði aukist til muna á fyrri hluta þessa árs vegna kórónuveirufaraldursins. Í nýjustu tölum frá Vinnumálstofnun kemur fram að í lok júlí sl., hafi 94 verið á atvinnuleysisskrá og 22 á hlutabótaleiðinni. Í júlí sl., var 4,1% atvinnuleysi, en 4,3 % í júní. […]

Minningarmótið Úlli open fór fram um helgina

Á föstudag fór fram minningarmótið Úlli Open 2020, en það er haldið til minningar um Gunnlaug Úlfar Gunnlaugsson, Úlla pípara, sem bjó um langt árabil hér í Eyjum.  Hann var fæddur á Siglufirði þann 05.apríl 1958 bjó þar fyrstu árin með fjölskyldu sinni en dreif sig út í Eyjar á unglingsárum og vann hér bæði […]

Íbúar ósáttir við gula kantinn – vilja einstefnu

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja síðastliðinn mánudag lögðu íbúar við Heimagötu fram undirskriftalista þar sem þeir óska eftir að Heimagatan verði gerð að einstefnugötu. „Og þá upp götuna svo íbúar geti lagt bifreiðum sínum við heimili sín. Mikil óánægja hefur skapast eftir að gulur kantur var málaður beggja megin Heimagötu sem bann við lagningu […]

Herjólfsdeilan á borð ríkissáttasemjara

Lítið gengur í samningaviðræðum Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. Sáttafundinum, sem haldin var í gærmorgun, lauk með ósk eftir aðkomu ríkissáttasemjara til að leiða viðræðurnar. Kjaradeilunni var fyrst vísað til ríkissáttasemjara í febrúar en lítið var um fundi á þeim vettvangi samkvæmt Jónasi Garðarssyni, formanni samninganefndar Sjómannafélags Íslands. Þrjár vinnustöðvanir voru svo boðaðar í júlí […]

Strákarnir taka á móti Aftureldingu í dag

ÍBV tekur á móti Aftureldingu á Hásteinsvelli kl. 18.15 í dag. ÍBV sigraði fyrri viðureign liðanna í sumar með tveimur mörkum gegn einu. Liðin hafa fimm sinnum mæst og hefur ÍBV alltaf haft betur. Leikið verður án áhorfenda en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.   (meira…)

Stelpurnar sækja heim Fylki

ÍBV sækir heim Fylki í dag kl. 18.00 á Wurth vellinum í frestuðum leik í Pepsi Max-deild kvenna. Liðin hafa tuttugu og einu sinni mæst áður og hefur ÍBV haft yfirhöndina tólf sinnum, Fylkir átta sinnum og einu sinni hefur leik lokið með jafntefli. Það má því búast við hörku viðureign í dag. Leikið verður […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.