Clara komin heim

Unglingalandsliðskonan Clara Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við ÍBV sem gildir út tímabilið 2021. Clara er uppalin í ÍBV en lék með Selfoss á seinustu leiktíð. Þrátt fyrir ungan aldur er Clara reynslumikill leikmaður sem á að baki 76 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 7 mörk. Clara hefur einnig leikið með öllum […]

ÍBV fær 20 milljónir og Golfklúbburinn fimm

Bæjarráð tók á fundi sínum í morgunn fyrir erindi formanns og framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags um viðbótarfjárveitingu frá Vestmannaeyjabæ vegna tekjufalls félagsins af völdum Covid-19 sem nemur tugum milljóna króna. Um er að ræða beiðni um 20 m.kr. fjárstyrk fyrir árið 2020. Vegna samkomutakmarkana stjórnvalda hefur ÍBV orðið af bróðurparti tekna sinna á þessu ári. Félagið reiðir […]

Fimm milljónir í viðspyrnusjóð

Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti drög að fyrirkomulagi og reglum um sérstakan viðspyrnusjóð fyrir fyrirtæki vegna Covid-19 á fundi bæjarráðs í morgun. Samkvæmt drögunum er gert ráð fyrir að settur verði á laggirnar viðspyrnusjóður fyrir fyrirtæki, með áherslu á fyrirtæki í ferðaþjónustu, með heilsársstarfsemi, sem nýtur framlaga frá Vestmannaeyjabæ um allt að 5 m.kr. á […]

Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir til 9. desember

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi. Þetta er gert í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þess hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu daga. Eins og fram kemur í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis, dags. 29. nóvember, hafði […]

SFS styrkja Hafrannsóknastofnun um 65 milljónir króna til loðnurannsókna í desember

Mælingar á loðnustofninum við Ísland hafa gengið erfiðlega á umliðnum tveimur árum, með þeim afleiðingum að engin loðnuvertíð var í fyrra eða í ár. Í ljósi þess að fiskveiðar eru helsta stoð íslensks efnahagslífs, þá er þessi staða einstaklega óheppileg. Óyggjandi vísbendingar úr mælingum á umliðnum mánuðum eru á þá leið að veiðistofninn sé sterkur. […]

Jákvæðar fréttir af loðnu

Í gær veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráðgjöf um veiðar ársins 2022 fyrir loðnu í Grænlandshafi og íslenskri lögsögu. Gert er ráð fyrir upphafskvóta upp á 400.000 tonn. Sindri Viðarsson sviðstjóri uppsjávarsvið hjá Vinnslustöðinni segir að þessa ráðgjöf þurfi væntanlega að staðfesta næsta haust en útlitið sé allavegana mun betra en síðustu ár sem sé gleðilegt. Þetta […]

Ekkert útlit fyrir siglingar í dag

Herjólfur sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hvorki er fært til Landeyjahafnar né Þorlákshafnar þennan morguninn og því falla eftirfarandi ferðir niður. Frá Vestmannaeyjum kl 07:00, 09:30 og 12:00 og í kjölfarið frá Landeyjahöfn/Þorlákshöfn kl 08:15, 10:45 og 13:15. Veðurspá sýnir versnandi veður og rísandi öldu með deginum því útlit að ófært […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.