Herjólfur sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hvorki er fært til Landeyjahafnar né Þorlákshafnar þennan morguninn og því falla eftirfarandi ferðir niður.
Frá Vestmannaeyjum kl 07:00, 09:30 og 12:00 og í kjölfarið frá Landeyjahöfn/Þorlákshöfn kl 08:15, 10:45 og 13:15.
Veðurspá sýnir versnandi veður og rísandi öldu með deginum því útlit að ófært verði til bæði Landeyjahafnar og Þorlákshafnar seinni partinn en gefin verður út tilkynning fyrir kl. 16:00
Hvað varðar siglingar morgundagsins, 2. desember, verður gefin út tilkynning fyrir kl 06:30 í fyrramálið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst