Í gær veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráðgjöf um veiðar ársins 2022 fyrir loðnu í Grænlandshafi og íslenskri lögsögu. Gert er ráð fyrir upphafskvóta upp á 400.000 tonn. Sindri Viðarsson sviðstjóri uppsjávarsvið hjá Vinnslustöðinni segir að þessa ráðgjöf þurfi væntanlega að staðfesta næsta haust en útlitið sé allavegana mun betra en síðustu ár sem sé gleðilegt. Þetta eru ekki einu jákvæðu fréttirnar af loðnu þessa dagana því jákvæðar fréttir bárust í síðasta mánuði af rannsóknarleiðangri grænlenska skipsins Polar Amaroq sem gaf vísbendingar um að loðna virðist vera að ganga upp að landinu í verulegu magni í takt við haustmælinguna 2019 sem gefi góð fyrirheit fyrir loðnuvertíð 2021.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst