Fab lab verður hluti af Þekkingarsetri Vestmannaeyja

Bæjarráð fjallaði á fundi sínum á miðvikudag um drög að samningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Vestmannaeyjabæjar og Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rekstur stafrænnar smiðju í Vestmannaeyjum. Starfsemi stafrænnar smiðju var rekin af Nýsköpunarmiðstöð Íslands í aðstöðu Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum þar til um síðustu áramót. Frumvarp liggur fyrir á Alþingi um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð. […]

Viljayfirlýsing um gerð baðlóns undirrituð

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt viljayfirlýsing um gerð baðlóns Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Kristján Gunnar Ríkarðsson, undirrituðu viljayfirlýsinguna fyrir hönd aðila. Þeir sem að verkefninu standa er Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. og í forsvari er Kristján Gunnar Ríkharðsson. Kristján hefur komið að ýmsum stórum verkefnum, m.a. við uppbyggingu Skuggahverfis í Reykjavík og fjölbýlishúsabyggð […]

Rúnar Þór kylfingur ársins, Andri Erlingsson efnilegastur

Aðalfundur GV fór fram í gær, 18 febrúar og var að venju valinn efnilegasti kylfingur klúbbsins sem og kylfingur ársins. Rúnar Þór Karlsson var kylfingur ársins en vann hann Meistaramót GV 2020. Andri Erlingsson var valinn efnilegasti kylfingur klúbbsins, hann keppti á stigamótum GSÍ í sumar með góðum árangri ásamt því að hafa orðið klúbbmeistari […]

Enginn áhugi á rekstri Hraunbúða

Bæjarstjóri upplýsti á fundi bæjarráðs í gær um fund sem hún og bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar áttu með þingmönnum í Suðurkjördæmi mánudaginn 15. febrúar sl. Á fundinum var farið yfir stöðu yfirfærslu dvalar- og hjúkrunarheimila sveitarfélaganna tveggja til ríkisins og skort á upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Jafnframt óskaðu bæjarstjórarnir eftir því við þingmennina að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.