Enginn áhugi á rekstri Hraunbúða
19. febrúar, 2021

Bæjarstjóri upplýsti á fundi bæjarráðs í gær um fund sem hún og bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar áttu með þingmönnum í Suðurkjördæmi mánudaginn 15. febrúar sl. Á fundinum var farið yfir stöðu yfirfærslu dvalar- og hjúkrunarheimila sveitarfélaganna tveggja til ríkisins og skort á upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Jafnframt óskaðu bæjarstjórarnir eftir því við þingmennina að velferðarnefnd Alþingis tæki málið upp. Í dag barst bæjarstjórum Vestmannaeyja, Hornafjarðar og Akureyrar fundarboð frá velferðarnefnd Alþingis um fund með nefndinni þann 23. febrúar nk.

Ekki upplýst um framhaldið
Jafnframt gerði bæjarstjóri grein fyrir því að enginn aðili sýndi því áhuga að reka Hraunbúðir skv. auglýsingu sem Sjúkratryggingar Íslands birtu fyrir um tveimur vikum síðan, þar sem óskað var eftir áhugasömum aðilum. Enn hafa SÍ ekki upplýst Vestmannaeyjabæ um framhaldið um það hvaða rekstraraðili muni taka yfir starfsemina þann 1. apríl nk. Enn þá er eftir viðbrögðum heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands um framhaldið. Þessi margra mánaða bið er orðin óboðleg öllum sem málið varðar.

Bæjarstjóri sendi Sjúkratryggingum Íslands þann 15. janúar sl. bréf varðandi yfirfærsluna. Hefur því erindi aðeins verið svarað að hluta sbr. bréf Sjúkratrygginga Íslands sem barst bæjarstjóra þann 17. febrúar, rúmum mánuði eftir beiðni Vestmannaeyjabæjar. Þá mun bæjarstjóri ítreka ósk um svör frá forstjóra Sjúkratrygginga Íslands um hver taki við rekstri Hraunbúða.

Hafa greitt 500 milljónir með rekstrinum
Frá árinu 2012 hefur Vestmannaeyjabær greitt tæpar 500 m.kr. með rekstri Hraunbúð, sem ríkið á að bera ábyrgð á og fjármagna. Vestmannaeyjabær er og mun áfram verða í samfloti með öðrum sveitarfélögum sem sagt hafa upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur dvalar- og hjúkrunarheimila.

Mikil vonbrigði
Bæjarráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með seinagang Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna yfirfærslu á rekstri Hraunbúða. Bæjaryfirvöld ákváðu í lok maí á síðasta ári að endurnýja ekki samning við SÍ um rekstur Hraunbúða sem rann út 31. desember sl. (uppsögn var svo frestað til 31. mars 2021) og var stofnuninni og heilbrigðisráðherra tilkynnt um ákvörðun bæjarins 26. júní 2020 þannig að SÍ gæfist nægur tími til þess að undirbúa yfirfærsluna.

Ráðaleysi virðist ríkja
Bæjarráð tekur undir með bæjarstjórn Akureyrar að algjört ráðaleysi virðist ríkja innan SÍ um hvað gera skuli við hjúkrunarheimili í þeim sveitarfélögum sem hafa ákveðið að endurnýja ekki samninga um rekstur. SÍ auglýsti eftir nýjum rekstraraðila tæpum sjö mánuðum eftir að samningnum var sagt upp og er því enn óvissa ríkjandi um hver kemur til með að reka heimilin frá og með 1. apríl nk.

Leita lögfræðiaðstoðar
Bæjarráð ítrekar kröfu um að þessari óvissu verði eytt án tafar vegna allra þeirra sem hlut eiga að máli þ.e. íbúa, aðstandenda og ekki síst starfsfólks sem á rétt á að njóta öryggis og fyrirsjáanleika í starfsumhverfi sínu. Í ljósi stöðunnar í viðræðum við Sjúkratrygginga Íslands, hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að leita sér sérhæfðrar lögfræðiaðstoðar um yfirfærsluna.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
viðburðir
Sjóslys 16des1924 Teikning 10des2024
16. desember 2024
16:00
Dagskrá í Sagnheimum um sjóslysið við Eiðið fyrir 100 árum
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst