Dagur framlengir til tveggja ára

Dagur Arnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. “Dagur hefur verið lykilmaður í liðinu okkar og við erum ótrúlega ánægð með að hafa tryggt okkur krafta hans áfram í baráttunni í Olís-deildinni næstu ár. Eins og flestir vita er Dagur mjög fjölhæfur leikmaður, bæði skorari og svo er hann mjög iðinn […]

Hlaðvarpið Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga

Í fyrsta þætti er rætt við Helgu Jónsdóttur um líf og störf. Helga og Arnór eiginmaður hennar eru mjög virk í menningarlífi Vestmannaeyja og eru alltaf með einhver verkefni í vinnslu. Við fáum að heyra um æsku Helgu og hvernig lífið hjá henni hefur verið og hvað þau hjónin hafa fyrir stafni í dag. Síðan fáum […]

Bæjarráð sendir umsagnir um kosningaaldur, minnisvarða og þyrlupall

Þann 22. febrúar sl., sendi nefndasvið Alþingis Vestmannaeyjabær beiðni um umsögn um frumvarp til laga um stjórnskipunarlög (kosningaaldur), 378. mál. 188. mál. Umsagnarfrestur er 15. mars nk. Jafnframt sendi nefndasvið Alþingis þann 25. febrúar sl. Vestmannaeyjabæ, beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um minnisvarða um eldgosin í Surtsey og Heimaey, 179. mál. Umsagnarfrestur er […]

HSU tekur við rekstri Hraunbúða

Bæjarstjóri greindi frá fundi sem fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og lögmaður áttu með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og forstjóra Sjúkratrygginga á fundi bæjarráðs í gær. Á fundinum var fulltrúum Vestmannaeyjabæjar tilkynnt að HSU myndi taka við rekstri Hraunbúða 1. apríl. Bæjarstjóri mun óska eftir að eiga fund með forstjóra HSU í dag fimmtudag, til að ræða framhaldið. Bæjarráð ræddi […]

Hrognavinnsla hafin

Sigurður VE við bryggju

„Það er byrjað að landa úr Sigurði hann er með tæp 1000 tonn,“ sagði Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu kátur í morgunsárið. Bæði Heimaey og Sigurður komu til hafnar í nótt en Heimaey var með fullfermi að sögn Eyþórs. „Við erum að dæla í nýju tankana núna í fyrsta skiptið. Tilkoma þeirra gerir það að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.