Í fyrsta þætti er rætt við Helgu Jónsdóttur um líf og störf. Helga og Arnór eiginmaður hennar eru mjög virk í menningarlífi Vestmannaeyja og eru alltaf með einhver verkefni í vinnslu.
Við fáum að heyra um æsku Helgu og hvernig lífið hjá henni hefur verið og hvað þau hjónin hafa fyrir stafni í dag. Síðan fáum við að heyra stutt viðtal við Jón Jónsson í Brautarholti sem fæddur var 1869 og lést 1964. Upptakan var gerð á árunum 1953/1954 af þremenningunum í Vestmannaeyjafélaginu Heimaklettur. Þar fáum við skemmtilega innsýn í hvernig lífið var í Eyjum hér á árum fyrr og forvitnilegt að heyra hversu mikið hefur breyst.
Næsti þáttur kemur í loftið næsta fimmtudag kl 18:00 á Eyjar.net.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst