Er niðurstöðum Hafró hallað?

Ég hef verið að velta fyrir mér að undanförnu niðurstöðu Hafró varðandi tillögur þeirra um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár og ég er eiginlega furðu lostinn af því, að enginn fréttamaður hafi kveikt á því hversu furðuleg ráðgjöfin er og ef við horfum á aðra sérfræðinga í öðrum stéttum, þá sjáum við t.d. veðurfræðinga vera oft […]
Hver er flóttaleið Eyjamanna?

Það var ýmislegt rætt á tíma mínum á Alþingi í síðasta mánuði, en margt miklu fleira sem ég hefði viljað koma á framfæri og koma að en vonandi kemur það síðar. Ég náði þó að halda ræðu um málefni Grindvíkinga sem og þetta fáránlega kvótakerfi, en eftir að tíma mínum á þingi lauk núna í […]
Minning: Carl Henry Jonsson Ljungskile

Jonsson! var svarað sterkum rómi þegar ég hringdi í Ellu frænku og Calla til Svíþjóðar. Þau eru bæði afsprengi norrænna víkinga og bera í blóði sínu dugnað og seiglu sem harðsótt lífið í æsku krafðist. Calle ólst upp meðal 6 systkina sinna hjá einstæðri móðir lengst af. Þá þurftu vinnandi hendur að leggja sitt af […]
Minning: Jóhann Bjarnason

Jóhann Bjarnason, 56 módel minning. Jói Bjarna talaði hátt. Hann var hávær, sló um sig og hló mikið og brosti, pírði augun í dökkri umgjörðinni. Hann var aðlaðandi maður, brosmildur, svarthærður og dökkur. Við urðum nágrannar sjö ára gamlir, Jói bjó á Heimagötu 30, ég á Grænuhlíð 18, bekkjafélagar og vinir. Við erum hluti af […]
Gleðilegt sumar 2024

Lundinn settist upp þann 17. sem er í samræmi við venjuna, sem er ca. 13.-20. apríl. Reyndar hafði ég ekkert kíkt eftir honum áður enda var mjög kalt og þann 16. voru fjöllin hvít af snjó, en lundinn er nú harður af sér og getur vel verið að hann hafi komið eitthvað fyrr, en ég […]
Framtíðarsýn

Að undanförnu hefur verið mikil umræða um hugsanlegar breytingar á Vestmannaeyjahöfn, bæði við Löngu og austur í Brimnesfjöru með garði út fyrir Klettsnef, á fésbókinni og fékk ég fyrir nokkru síðan þá spurningu hver mín framtíðarsýn væri á þessum svæðum sem og öðrum sem tengjast höfninni. Að mörgu leyti skil ég vel þá skoðun sumra […]
Saga Landeyjahafnar

Það eru mikil vonbrigði að ráðherra skyldi ekki komast til Eyja til þess að mæta á fundinn í kvöld, en svona til gamans, hvernig er saga Landeyjahafnar út frá mínu sjónarmiði? Ég tók þátt í bæjarstjórnarkosningunum vorið 2006 og fékk þá á mig þessa spurningu: Hvort myndir þú vilja göng, Landeyjahöfn eða nýja, hraðskreiðari ferju […]
Allt í rusli?

Eftirfarandi kom fyrir mig fyrir nokkrum árum síðan í verslun í Reykjavík. Ég greiddi það sem ég keypti með 5000 króna seðli, en fékk of mikið til baka. Ég horfði á afgreiðslumanninn: Þú gefur mér vitlaust til baka. Hann var eins og spurningarmerki. Ég greiddi með 5000 króna seðli. Fyrirgefðu sagði hann afsakandi, ég hélt […]
Með hríðskotabyssu í fanginu

Það eru nokkur ár frá því að Ríkisútvarpið og aðrir fjölmiðlar á vinstri vængnum „slaufuðu“ mér, vegna umræðu um hælisleitendur. Það gerðu auðvitað fleiri og er ég enn minntur á yfirlýsingar sumra flokksfélaga minna af sama tilefni. Þetta gerðist í kjölfar varnaðarorða minna um óhefta fjölgun hælisleitenda í landinu. Þrátt fyrir það var fjöldi þeirra […]
Áramót 2023-24

Árið 2023 byrjaði með mikilli kuldatíð hér í Eyjum þar sem allt fór á kaf í snjó, og í sjálfu sér hefði ég eiginlega frekar viljað það heldur en þennan klaka sem er hérna núna, en þetta stóð nú stutt yfir. Vertíðin var eins og árið allt, allt fullt af fiski, vantar bara aflaheimildir. Lundinn […]