Áramót 2023-24
1. janúar, 2024
gea_opf
Greinarhöfundur á miðunum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur

Árið 2023 byrjaði með mikilli kuldatíð hér í Eyjum þar sem allt fór á kaf í snjó, og í sjálfu sér hefði ég eiginlega frekar viljað það heldur en þennan klaka sem er hérna núna, en þetta stóð nú stutt yfir.

Vertíðin var eins og árið allt, allt fullt af fiski, vantar bara aflaheimildir.

Lundinn kom á sínum tíma og í gríðarlegu magni eins og síðustu ár. Sjálfur komst ég til Grímseyjar í lok júlí, enn eitt árið og það er svo skrítið að maður er varla farinn frá Grímsey, þegar manni er farið að langa til að koma þangað aftur.

Pysjufjöldinn í Eyjum í ár var í lægri kantinum miðað við síðustu ár, en samt mun meiri heldur en hrun árin 2008-2013.

Í fyrsta skipti á ævinni skellti ég mér á strandveiðar í sumar og upplifði þetta ævintýri sem strandveiðarnar eru, en það voru gríðarleg vonbrigði að enn og aftur eru veiðarnar stöðvaðar áður en tímabilinu er lokið. Og enn og aftur fór ég á línuveiðar í haust og náði í einhver 30 tonn, en kvótaleigan er orðin tómt rugl og ofboðslega erfitt að hafa eitthvað út úr þessu.

Gengi fótboltaliða okkar voru gríðarleg vonbrigði, vægast sagt. Vonandi verður það betra á næsta ári.

Í handboltanum hins vegar, náðum við frábærum árangri.

Í haust rættist síðan draumur konunnar um að fara í ævintýraferð til Egyptalands og fórum við m.a. í siglingu á Níl, úlfaldareið og kláruðum svo ferðina á brúðkaupafmælisdaginn með því að heimsækja Konungadalinn ásamt ýmsum hofum.

Árið hefur því bara verið nokkuð gott, þrátt fyrir að við Eyjamenn höfum, eins og svo oft áður, lent í vandræðum með samgöngurnar hjá okkur og auk þess vorum við í vandræðum með rafmagn síðasta vetur og vatnið hugsanlega þennan vetur, þannig að ýmislegt hefur gengið á.

Vonir og væntingar fyrir 2024.

Pólitíkin: Já, ég er í Flokki fólksins, varaþingmaður, fékk reyndar ekki að leysa neitt af á síðasta ári en vonandi verður það á nýja árinu. Margir stjórnmálaspekingar spá því reyndar að ríkisstjórnin muni springa í vetur og að það verði kosið í vor, en ég er nú ekki eins viss um það, enda þekkt að ríkisstjórnir sem engjast um í dauðastríðinu og hafa ekkert fram að færa, hanga nú á því bara stólanna vegna en það kemur annars bara í ljós. Hef reyndar aðeins verið að kynna mér frumvarp Matvælaráðherra um breytingar á kvótakerfinu og ég auglýsi hér með eftir einhverjum Vinstri grænum, sem veit hvað er að gerast með þennan flokk, en frumvarpið er fyrst og fremst árásir á trillukarla og ekkert annað eiginlega í því.

Vonandi verður mikið af lunda í sumar eins og í fyrra og vonandi verður af pysju og helst meira heldur en í fyrra.

Vonandi gengur okkur betur í fótboltanum í sumar heldur en í fyrra.

Samgöngumálin okkar eru, eins og oft áður, mikið í umræðunni og sjálfur er ég nú eiginlega hættur að nenna að svara öllu því bulli, sem maður sér á fésinu, en vonandi verða tekin alvöru skref í áttina að alvöru lausnum á samgöngumálum okkar á nýja árinu og vonandi heldur vatnsleiðslan þangað til við fáum nýja.

Annars verður árið 2024 risastórt ár hjá árgangi 1964 og klárlega verður eitthvað um stór veislur hjá árganginum. Reyndar var árgangurinn óvenju stór á sínum tíma, en um leið ótrúlega margir sem er horfnir af sjónarsviðinu og það allt of margir á jafnvel besta aldri.

Óska öllum Eyjamönnum og landsmönnum gleðilegs nýs árs.

 

Georg Eiður Arnarson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst