Gleðilegt sumar

Lundinn er að setjast upp í kvöld 13. og þar með komið sumar hjá mér. Mig minnir að þetta sé aðeins í 3. skiptið sem hann sest upp þann 13. og ef miðað er við tíðarfarið að undanförnu, þá hefði maður frekar haldið að hann kæmi eitthvað seinna, en lundinn er óútreiknanlegur. Í fyrra settist […]

Stórskipahafnir

Það hefur oft reynst okkar akkilesarhæll hve sundruð við erum. Við sjáum markmiðið en getum engan veginn valið leiðina að því.  Gott dæmi um það er staðsetning nýs hátæknisjúkrahúss eins og það er kallað. Við vorum nálægt aldarfjórðung að velja því stað og völdum auðvitað rangan stað. Hvað annað. Við erum jú Íslendingar. Við rífumst […]

Ódýrar almenningssamgöngur í Vestmannaeyjum

Í dag opnar deilileiga fyrir rafskútur í Vestmannaeyjum undir merkjum Hopp. Þjónustan verður opnuð sem sérleyfi (e. franchise) en það eru þau Nanna og Jón Þór sem eru að opna reksturinn hér í Eyjum. Opnað verður með 25 öflugum rafskútum af nýjustu gerð (árgerð 2021) og verður hægt að leigja þær í gegnum app í […]

Tilslakanir á samkomutakmörkunum og í skólastarfi frá 15. apríl

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný. Þetta er […]

Nýbygging við Hamarsskóla í þarfagreiningu

Staðan á undirbúningi við nýbyggingu við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Umhverfis- og framkvæmdasvið vinnur enn að þarfagreiningu og undirbúningsvinnu áður en nýbyggingin fer í hönnunarferil. Stefnt er að því að ljúka forvinnunni í haust og í framhaldinu fer verkefnið í hönnunarferil. Í fjárhagsáætlun ársins 2021 er gert ráð fyrir […]

Guðjón Pétur Lýðsson til ÍBV

Miðjumaðurinn öflugi, Guðjón Pétur Lýðsson, hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV. Guðjón Pétur þarf vart að kynna fótboltaunnendum, enda unnið Íslands- og bikarmeistaratitla á sínum ferli ásamt því að vinna titla í Svíþjóð. Áður var Guðjón Pétur hjá Breiðabliki og var viðskilnaður hans við félagið góður og er Guðjón gríðarlega spenntur fyrir því […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.