Miðjumaðurinn öflugi, Guðjón Pétur Lýðsson, hefur skrifað undir 2ja ára samning við ÍBV. Guðjón Pétur þarf vart að kynna fótboltaunnendum, enda unnið Íslands- og bikarmeistaratitla á sínum ferli ásamt því að vinna titla í Svíþjóð. Áður var Guðjón Pétur hjá Breiðabliki og var viðskilnaður hans við félagið góður og er Guðjón gríðarlega spenntur fyrir því sem framundan er í Vestmannaeyjum, segir í tilkynningu frá ÍBV um málið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst