Stutt en snörp kolmunnalota

Síðari hálfleikur snarprar kolmunnalotu hófst í morgun í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar þegar byrjað var að landa 1.950 tonnum úr Ísleif til bræðslu. Kap kom til hafnar skömmu síðar með 1.500 og bíður löndunar og Huginn er á heimleið líka af miðunum sunnan Færeyja með 1.900 tonn. Skipin eru öll að koma úr öðrum túr sínum á […]
ÍBV – Stolt Eyjanna

Það hafa komið þeir tímar að erfitt hefur verið að vera hvort tveggja stuðningsmaður Arsenal og ÍBV. Hafandi stutt þessi lið í áratugi þá hefur maður upplifað bæði hæðir og lægðir; jafnvel svo að um munar. Í síðustu viku munaði minnstu að ég afmunstraði mig varanlega úr skipsrúmi hjá Arsenal, þ.e. þegar félagið hugðist rífa […]
Íslenskur sjávarútvegur í hnotskurn – Raunveruleikinn og áskoranir

Mjög góð þátttaka var miðvikudaginn 28. apríl í hádegiserindi um sjávarútvegsmál í Þekkingarsetrinu, 40 manns tóku þátt þegar Hörður Sævaldsson, Lektor við Sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri hélt erindi sem bar yfirskriftina: Íslenskur sjávarútvegur í hnotskurn – Raunveruleikinn og áskoranir. Hörður byrjaði erindi sitt á að kynna til leiks ýmislegt fræðsluefni sem hann, í samstarfi við […]
Val á bæjarlistamanni kynnt 1. maí

Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2021 í Eldheimum laugardaginn 1. maí kl 13:00. Þær Hekla Katrín Benonýsdóttir og Jóhanna Svava Darradóttir leika á klarinett. Þá kynnir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs valið á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2021. Í framhaldi af því munu Sóley Óskarsdóttir og Þuríður Andrea Óttarsdóttir spila á gítar og syngja og að […]
Kap II aflahæsti netabáturinn í apríl

Vefurinn Aflafréttir birtir fréttir með ýmsum upplýsingum um landaðan afla eftir bátum og veiðarfærum. Þar var birt frétt í gær um afla netabáta í apríl en þar trjónir Kap II á toppnum. Kap II VE er með 161 tonn í 6 róðrum og var langaflahæstur á þennan lista. Sæti áður Nafn Heildarafli Róðrar Mesti afli […]
Lestrarsprettur í fullum gangi í Hamarskóla

Á föstudaginn 23. apríl hófst lestrarsprettur í Hamarsskóla sem stendur til mánudagsins 3. maí. Á þessu tímabili munu nemendur auka lesturinn heima og hafa fengið lestrarhest með frekari útskýringum á því. Eftir ákveðinn fjölda mínútna sem lesnar eru fær nemandi geimskrímsli til að líma á geimskip árgangsins og auðvitað á að safna sem flestum Bókasafn […]