Stutt en snörp kolmunnalota

Síðari hálfleikur snarprar kolmunnalotu hófst í morgun í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar þegar byrjað var að landa 1.950 tonnum úr Ísleif til bræðslu. Kap kom til hafnar skömmu síðar með 1.500 og bíður löndunar og Huginn er á heimleið líka af miðunum sunnan Færeyja með 1.900 tonn. Skipin eru öll að koma úr öðrum túr sínum á […]

ÍBV – Stolt Eyjanna

Það hafa komið þeir tímar að erfitt hefur verið að vera hvort tveggja stuðningsmaður Arsenal og ÍBV. Hafandi stutt þessi lið í áratugi þá hefur maður upplifað bæði hæðir og lægðir; jafnvel svo að um munar. Í síðustu viku munaði minnstu að ég afmunstraði mig varanlega úr skipsrúmi hjá Arsenal, þ.e. þegar félagið hugðist rífa […]

Íslenskur sjávarútvegur í hnotskurn – Raunveruleikinn og áskoranir

Mjög góð þátttaka var miðvikudaginn 28. apríl í hádegiserindi um sjávarútvegsmál í Þekkingarsetrinu, 40 manns tóku þátt þegar Hörður Sævaldsson, Lektor við Sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri hélt erindi sem bar yfirskriftina: Íslenskur sjávarútvegur í hnotskurn – Raunveruleikinn og áskoranir. Hörður byrjaði erindi sitt á að kynna til leiks ýmislegt fræðsluefni sem hann, í samstarfi við […]

Val á bæjarlistamanni kynnt 1. maí

Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2021 í Eldheimum laugardaginn 1. maí kl 13:00. Þær Hekla Katrín Benonýsdóttir og Jóhanna Svava Darradóttir leika á klarinett. Þá kynnir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs valið á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2021. Í framhaldi af því munu Sóley Óskarsdóttir og Þuríður Andrea Óttarsdóttir spila á gítar og syngja og að […]

Kap II aflahæsti netabáturinn í apríl

Vefurinn Aflafréttir birtir fréttir með ýmsum upplýsingum um landaðan afla eftir bátum og veiðarfærum. Þar var birt frétt í gær um afla netabáta í apríl en þar trjónir Kap II á toppnum. Kap II VE er með 161 tonn í 6 róðrum og var langaflahæstur á þennan lista. Sæti áður Nafn Heildarafli Róðrar Mesti afli […]

Lestrarsprettur í fullum gangi í Hamarskóla

Á föstudaginn 23. apríl hófst lestrarsprettur í Hamarsskóla sem stendur til mánudagsins 3. maí. Á þessu tímabili munu nemendur auka lesturinn heima og hafa fengið lestrarhest með frekari útskýringum á því. Eftir ákveðinn fjölda mínútna sem lesnar eru fær nemandi geimskrímsli til að líma á geimskip árgangsins og auðvitað á að safna sem flestum Bókasafn […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.