Mjög góð þátttaka var miðvikudaginn 28. apríl í hádegiserindi um sjávarútvegsmál í Þekkingarsetrinu, 40 manns tóku þátt þegar Hörður Sævaldsson, Lektor við Sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri hélt erindi sem bar yfirskriftina: Íslenskur sjávarútvegur í hnotskurn – Raunveruleikinn og áskoranir.
Hörður byrjaði erindi sitt á að kynna til leiks ýmislegt fræðsluefni sem hann, í samstarfi við ýmsa aðila, hefur komið að gerð á, á síðustu árum. Eitthvað sem áhugasamt fólk um sjávarútveg ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Hörður kom víða við í erindi sínu. Hann fór yfir virðiskeðju íslensks sjávarútvegs og helstu markaðssvæði sem íslenskar sjávarafurðir eru seldar til. Hann fór yfir helstu veiðiþjóðir heims og stöðu Íslands meðal þeirra og framboð sjávarfangs á heimsvísu út frá fjölmörgum breytum. Hörður fjallaði um ýmsar áskoranir í virðiskeðju uppsjávar- og botnfiska, þar sem hann fór m.a. yfir samræmingu veiða, vinnslu og markaða. Mannfjöldi og þéttbýlisvæðing var nokkuð til umræðu sem Hörður m.a. samtvinnaði við umræðu um prótein úr sjávarfangi sem kemur úr sjávardýraeldi. Hörður fór einnig yfir samkeppni á alþjóðamörkuðum og hvaða áskoranir Íslendingar standa frammi fyrir á erlendum mörkuðum. Í lokin tók Hörður efnið saman í áhugaverðri samantekt.
Myndupptaka af erindinu er hér
Glærur sem Hörður notaði í erindi sínu eru hér
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst