Bólusetningar í Vestmannaeyjum.

Bólusetningar ganga vel. Nú er verið að bólusetja með bóluefni Pfizer og Janssen. AstraZeneca er eingöngu notað í seinni skammt þeirra sem fengu það áður. Skilaboð til þeirra sem búa eða starfa í Vestmannaeyjum og eru fæddir 1977 og fyrr eða telja sig hafa undirliggjandi áhættuþætti og ekki hafa fengið boð í bólusetningu eða hafa hafnað bólusetningu;  […]

Thelma Rós ráðinn verkefnastjóri í öldrunarþjónustu

Staða verkefnastjóra í öldrunarþjónustu var auglýst laus til umsóknar í maí sl. Verkefnastjóri í öldrunarþjónustu vinnur með þróun, samhæfingu, eftirlit og sérhæfingu í málaflokki öldrunarmála í samráði við yfirmann og í samræmi við stefnumótun sveitarfélagsins, leiðarljós og markmið fjölskyldu- og fræðslusviðs. Samtals sóttu fjórir umsækjendur um stöðu verkefnastjóra í öldrunarþjónustu hjá fjölskyldu- og fræðslusviði. Eftir […]

Til að tryggja góð lífskjör þarf að auka verðmætasköpun og útflutning

Undir lok liðinnar viku var tilkynnt að nýr fríverslunarsamningur við Bretland væri í höfn. Útganga Bretlands úr ESB skapaði mikla óvissu og því voru tíðindin ánægjuleg. Bretar eru mikil vina- og samstarfsþjóð og á grundvelli EES-samningsins hefur markaðsaðgangur fyrir vörur frá Íslandi verið með ágætum. Það var því mikilvægt að tryggja að svo yrði áfram […]

Umframafli í strandveiðum

Leyfi til strandveiða hefur verið gefið út til 630 báta og er landaður afli strandveiðibáta í gær mánudaginn 7. júní samtals 3.208.066 kg., sem er 28,38% af þeim heimildum (11.100 tonn) sem úthlutað er til strandveiða á fiskveiðiárinu 2020/2021. Frá þessu er greint á vef fiskistofu. Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 […]

Undanúrslitin byrja í dag

ÍBV strákarnir fá Valsmenn í heimsókn í dag í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Leikir þessara liða hafa oftar en ekki verið góð skemmtun og má búast við hörku rimmu þar sem sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins er í boði. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verða miðar seldir við innganginn eins og verið hefur. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.