Hlaðvarpið – Guðmundur Örn Jónsson
Í fimmtánda þætti er rætt við Guðmund Örn Jónsson um líf hans og störf. Guðmundur Örn ræðir við okkur um lífshlaup sitt, störf, menntun, hvernig það er að koma inní samfélagið í Vestmannaeyjum og ýmislegt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að hverfa aftur til ársins 1950. Þann 23. Október 1950 var haldin kvöldvaka […]
Bæta við ÍBV hólfum á Hlíðarenda

ÍBV mætir Val í seinni leik í undanúrslitum Íslandsmótsins annaðkvöld klukkan átta í Origohöllinni við Hlíðarenda. Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiknum ef marka má miðasölu á leikinn. “Ég hef verið í góðum samskiptum við forsvarsmenn Vals varðandi miða á leikinn. Eins og staðan er núna eru allir miðar seldir í þau hólf sem þeir úthlutuðu […]
Nýbygging í útboð í desember

Nýbygging við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær en um var að ræða framhald af 1. máli 342. fundar fræðsluráðs frá 8. apríl 2021. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs lagði fram nýja tímalínu framkvæmda. Gengið er út frá því að hönnunarforsendur verði tilbúnar í ágúst og í kjölfarið hægt að semja um hönnun. […]
Andlát: Eygló Óskarsdóttir

Ástkær eiginkona og besti vinur minn, móðir, tengdamóðir og amma. Eygló Óskarsdóttir Sóleyjagötu 10 Lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum laugardaginn 5. júní. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 19. júní klukkan 14. Svavar Steingrímsson Óskar Svavarsson, Anna Sigríður Erlingsdóttir Halla Svavarsdóttir, Ólafur Ágúst Einarsson Steingrímur Svavarsson, Katrín Stefánsdóttir ömmubörn (meira…)
Óhapp við ekjubrú Herjólfs

Í morgun átti sér stað óhapp við ekjubrú Herjólfs í Vestmannaeyjum þegar glussaslanga í tjakki gaf sig með þeim afleiðingum að brúin var óökufær. Samkvæmt tilkynningu frá Herjólfi hefur vinna við viðgerðir staðið yfir og stefnt á að sigla óskerta áætlun í dag. “Ljóst er að töf verður á brottförum til þess að byrja með […]
Nýjar og endurskoðaðar áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða áætlun um úthlutanir framlaga vegna málefna fatlaðs fólks á árinu 2021. Breytingar milli fyrstu og annarrar áætlunar 2021 byggja á uppfærðum upplýsingum sem borist hafa frá þjónustusvæðum og með samkeyrslu við þjóðskrá. Dæmi um slíkar breytingar er lögheimilisflutningur þjónustuþega og uppfærðar kostnaðarupplýsingar. Ný áætlun […]
Covid haft mikil áhrif á nýtingu á heimsendum mat

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerði á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í síðustu viku grein fyrir þróun heimsends matar til þjónustuþega stuðningsþjónustu og til stofnana Vestmannaeyjabæjar. Fyrir liggur mun meiri aukning á þjónustunni en áætlun gerir ráð fyrir og virðist áhrif Covid hafa fest í sessi meiri nýtingu á þessari þjónustu, fjölgun þjónustuþega og stöðugri nýtingu […]