Í morgun átti sér stað óhapp við ekjubrú Herjólfs í Vestmannaeyjum þegar glussaslanga í tjakki gaf sig með þeim afleiðingum að brúin var óökufær. Samkvæmt tilkynningu frá Herjólfi hefur vinna við viðgerðir staðið yfir og stefnt á að sigla óskerta áætlun í dag. “Ljóst er að töf verður á brottförum til þess að byrja með en við stefnum á að vinna það upp þegar líða tekur á daginn. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.” segir í tilkynningu frá Herjólfi
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst