Í fimmtánda þætti er rætt við Guðmund Örn Jónsson um líf hans og störf. Guðmundur Örn ræðir við okkur um lífshlaup sitt, störf, menntun, hvernig það er að koma inní samfélagið í Vestmannaeyjum og ýmislegt fleira.
Í seinni hluta þáttarins fáum við að hverfa aftur til ársins 1950. Þann 23. Október 1950 var haldin kvöldvaka og fáum við núna að hlusta á viðtal sem Þorsteinn Víglundsson skólastjóri tók við þá Ólaf Ástgeirsson, Litla Bæ og Kristján Ingimundarson, Klöpp um fuglaveiðar.
Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. Hér má hlusta á fyrri hlaðvörp Mannlífs og sögu.
Þátturinn á Spotify. (Í einhverjum vöfrum kemur ekki allur þátturinn í spilaranum hér að neðan). Því má nálgast þáttinn í hlekknum hér að framan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst