Hlaðvarpið – Hafþór Elí Hafsteinsson
Í sextánda þætti er rætt við Hafþór Elí Hafsteinsson um líf hans og störf. Hafþór ræðir við okkur um hvernig er að alast upp í eyjum, sjómennsku, tónlist og ýmislegt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra upplestur á grein úr Gamalt og nýtt, mánaðarriti síðan Desember 1949, sem Einar Sigurðsson var ritstjóri […]
Svipmyndir frá 17. júní

Eyjamenn létu veðrið ekki stoppa sig og héldu 17. júní hátíðlegan í dag. Meðfylgjandi eru eru nokkrar myndir frá skrúðgöngu og hátíðarhöldum á Stakkó. Lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði nokkur lög ásamt Stuðlunum. Klaudia Beata Wanecka flutti hátíðarræðu, börn af Víkinni, 5 ára deild, sungu nokkur lög, fjallkonan Sara Rún Markúsdóttir flutti hátíðarljóð og Sigurlaug Margrét Sigmarsdóttir […]
Stofna einkahlutafélag um ljósleiðaravæðingu

Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og yfirmaður tölvudeildar Vestmannaeyjabæjar komu á fund bæjarráðs í gær og gerði grein fyrir stöðu undirbúnings ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Vestmannaeyja. Tæknilegur undirbúningur er langt kominn og verið er að vinna að undirbúningi á stofnsetningu einkahlutafélags um starfsemina og framkvæmdina. Minnisblað um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli verður lagt fyrir bæjarstjórn á næsta fundi. […]
Margt um að vera á 17. júní

Hátíðar- og skemmtidagskrá fer fram í Vestmannaeyjum í dag í tilefni af 17. júní. Dagskrá: 9:00 Fánar dregnir að húni í bænum 10:30 Hraunbúðir Fjallkonan – Sara Rún Markúsdóttir flytur hátíðarljóð Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja 11:30 Einarsstofa Hvatningarverðlaun fræðsluráðs afhent 13:30 Íþróttamiðstöð Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu. Lagt af stað kl 13:45. […]