Hátíðar- og skemmtidagskrá fer fram í Vestmannaeyjum í dag í tilefni af 17. júní.
Dagskrá:
9:00
Fánar dregnir að húni í bænum
10:30 Hraunbúðir
Fjallkonan – Sara Rún Markúsdóttir flytur hátíðarljóð
Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja
11:30 Einarsstofa
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs afhent
13:30 Íþróttamiðstöð
Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu. Lagt af stað kl 13:45.
Gengið verður í lögreglufylgd frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, inn Faxastíg og áfram Vestmannabraut að Stakkagerðistúni.
Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna og félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika undir.
14:00 Stakkagerðistún
Helga Jóhanna Harðardóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs setur hátíðina.
Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar.
Tónlistaratriði – Stuðlarnir
Hátíðarræða – Klaudia Beata Wanecka
Börn af Víkinni, 5 ára deild, syngja nokkur lög.
Fjallkonan – Sara Rún Markúsdóttir flytur hátíðarljóð
Ávarp nýstúdents – Sigurlaug Margrét Sigmarsdóttir
Fimleikafélagið Rán og landslið karla í hópfimleikum
15:00 Hraunbúðir
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir heimilisfólk og aðra hátíðargesti á Hraunbúðum.
Hoppukastalar og fjör ef veður leyfir
Frítt inn á Sagnheima í tilefni dagsins
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst