Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og yfirmaður tölvudeildar Vestmannaeyjabæjar komu á fund bæjarráðs í gær og gerði grein fyrir stöðu undirbúnings ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Vestmannaeyja. Tæknilegur undirbúningur er langt kominn og verið er að vinna að undirbúningi á stofnsetningu einkahlutafélags um starfsemina og framkvæmdina. Minnisblað um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli verður lagt fyrir bæjarstjórn á næsta fundi.
Bæjarráð þakkaði upplýsingarnar og fól framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og yfirmanni tölvudeildar að halda áfram undirbúningi málsins á grundvelli umræðna og áherslna á fundi bæjarráðs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst