Undirbúningur atvinnustefnu

Í bæjarráði Vestmannaeyja fyrr í dag var til umræðu atvinnustefna Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, greindi frá stöðu vinnu við gerð slíkrar stefnu. Fram kom að Hrafn Sævaldsson, sem verið hefur verkefnastjóri verkefnisins, hafi nú látið af störfum hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Í hans stað hafi Setrið ráðið Evganíu Kristínu Mikaelsdóttur sem verkefnastjóra. Mun hún nú koma […]

Nauðsynlegt að leggja nýja vatnslögn milli lands og Vestmannaeyja

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom á fund bæjarráðs í hádeginu í dag til þess að greina frá þeirri vinnu sem átt hefur sér stað um greiningu á nauðsyn þess að koma fyrir nýrri neðansjávarvatnsleiðslu milli meginlandsins og Vestmannaeyja. Til þess að bæta öryggi heimila og fyrirtækja er nauðsynlegt að leggja nýja vatnslögn milli […]

Goslokahátíðin á Instagram

Hin árlega Goslokahátíð fór fram síðustu helgi í Vestmannaeyjum. Margt var um manninn og ljóst að fólk sótti Eyjarnar heim. Mikið birtist af skemmtilegum myndum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hér má sjá nokkrar þeirra sem teknar voru á Goslokum og sýnlegar almenningi. View this post on Instagram A post shared by Tónafljóð (@tonafljod.band) View this post […]

Hlaðvarpið – Ágúst Halldórsson

Í nítjánda þætti er rætt við Ágúst Halldórsson um líf hans og störf. Ágúst ræðir við okkur um hvernig það var að alast upp í eyjum, fjölskylduna, vinnuna og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lesið fréttatilkynning og kvæði sem birtist í Blik 1960, og ber nafnið Herjólfi fagnað. Þetta sögubrot […]

Ljósleiðaravæðing heldur áfram

Á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn voru rædd ljósleiðaramál í Vestmannaeyjum. Fram kom að á fundi bæjarráðs hefðu framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og yfirmaður tölvudeildar gert grein fyrir undirbúningi ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Vestmannaeyja. Tillaga um undirbúning einkahlutafélags um ljósleiðaravæðinguna var samþykkt samhljóða með atkvæðum allra flokka í bæjarstjórn. Í samantekt starfsmanna var að finna frumkostnaðaráætlun, upplýsingar […]

Aldrei fleiri farþegar ferðast með Herjólfi

Umræða um samgöngumál var meðal þess sem fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Þar kom fram að farþegaflutningar með Herjólfi hafa verið góðir það sem af er árinu 2021. Fyrstu 6 mánuði ársins hefur Herjólfur flutt alls 137.785 farþega. Aldrei hafa fleiri farþegar ferðast með Herjólfi fyrstu 6 mánuði ársins. Næst þessum farþegarfjölda var […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.