Umræða um samgöngumál var meðal þess sem fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Þar kom fram að farþegaflutningar með Herjólfi hafa verið góðir það sem af er árinu 2021. Fyrstu 6 mánuði ársins hefur Herjólfur flutt alls 137.785 farþega. Aldrei hafa fleiri farþegar ferðast með Herjólfi fyrstu 6 mánuði ársins. Næst þessum farþegarfjölda var árið 2019 þegar um 135 þús. farþegar fóru milli lands og Eyja á fyrstu 6 mánuðum ársins. Farþegafjöldinn það sem af er ári er hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi árs.
Fyrirframbókanir í Herjólf, þ.e pantanir sem nú þegar hafa verið bókaðar út árið, líta vel út ef borið er saman við fyrri ár. Erfitt er að bera saman fyrirframbókanir við árið 2020 vegna Covid-19 en þegar tölur eru bornar saman við árið 2019 má sjá að 10% aukningu í fyrirfram bókunum miðað við sama tímabil árið 2019.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst