Birgir leiðir lista Miðflokksins, Karl Gauti hvergi sjáanlegur

Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur með 93% greiddra atkvæða á félagsfundi kjördæmisins í kvöld. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, leiðir listann. Í öðru sæti er Erna Bjarnadóttir og í þriðja sæti er Heiðbrá Ólafsdóttir. Athygli vekur að Karl Gauti Hjartarson er ekki á listanum en hann sóttist eftir því að leiða listann. Karl skipti yfir […]
Von á fyrstu pysjunum fljótlega eftir Þjóðhátíð

Náttúrustofa Suðurlands hefur í sumar skoðað í lundaholur og samkvæmt þeirra niðurstöðum er von á fyrstu pysjunum fljótlega eftir Þjóðhátíð. Þetta kemur fram á facebook-síðu Pysjueftirlitsins. Skráningar hjá eftirlitinu hafa verið góðar síðustu tvö ár en í fyrra var 7651 pysja skráð sem var annað besta ár frá upphafi skráninga en 2019 fundust 7706 pysjur. […]
Fólk með flensueinkenni beðið að ferðast ekki með Herjólfi

Í ljósi þess ástands sem nú ríkir í samfélaginu langar okkur að biðla til fólks sem sýnir flensueinkenni eða er að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku að vera ekki að ferðast með ferjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út rétt í þessu. Þar kemur einnig fram að ef fólk þarf nauðsynlega að […]
Fjölbreytt dagskrá á Húkkaraballinu

Þjóðhátíð í Eyjum verður sett með formlegum hætti föstudagskvöldið 30.ágúst en Húkkaraballið er það sem keyrir upp stemninguna fyrir því sem koma skal þessa einstöku helgi í Herjólfsdal. Húkkaraballið í ár lítur svona út: Flóni, Gugusar, Ingi Bauer, Snorri Ástráðs, Dóra Júlía, Birgir Hákon, Luigi, Bassi Maraj ofl óvæntir gestir. Það eru svo Ingi Bauer […]
Grímuskylda endurvakin hjá HSU

Grímuskylda hefur verið tekin upp að nýju hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands vegna fjölda smita sem eru að greinast í samfélaginu. Allir þeir sem heimsækja heilsugæslur HSU, bráðamóttöku á Selfossi eða aðrar deildir á HSU skulu bera grímu. (meira…)