Í ljósi þess ástands sem nú ríkir í samfélaginu langar okkur að biðla til fólks sem sýnir flensueinkenni eða er að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku að vera ekki að ferðast með ferjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út rétt í þessu. Þar kemur einnig fram að ef fólk þarf nauðsynlega að komast milli lands og Eyja, skal hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 4812800 til þess að gera frekari ráðstafanir. Þá er mikilvægt að fylgja að öllu leyti fyrirmælum stýrimanns þegar til skipsins er komið.
Einnig biðlum við til farþega að huga vel að eigin sóttvörnum.
Herjólfur ohf leggur mikla áherslu á að gæta ítrustu varkárni vegna veirunnar og vill með þessu taka og sýna samfélagslega ábyrgð vegna málsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst