Þjóðhátíð í Eyjum verður sett með formlegum hætti föstudagskvöldið 30.ágúst en Húkkaraballið er það sem keyrir upp stemninguna fyrir því sem koma skal þessa einstöku helgi í Herjólfsdal. Húkkaraballið í ár lítur svona út: Flóni, Gugusar, Ingi Bauer, Snorri Ástráðs, Dóra Júlía, Birgir Hákon, Luigi, Bassi Maraj ofl óvæntir gestir.
Það eru svo Ingi Bauer & Snorri Ástráðs sem stýra líka partýinu á föstudagskvöldinu í Dalnum ásamt Flóna, Séra Bjössa og Bassa Maraj. Einnig verður Sveinn Waage, Eyjamaður með meiru, kynnir á laugardagskvöldinu.
Dagskráin á Þjóðhátíð hefur aldrei verið glæsilegri:
Bríet – Aron Can – FM95Blö – DJ Muscleboy – XXX Rottweiler hundarnir – Emmsjé Gauti – Aldamóta tónleikarnir – Cell 7 – Herra Hnetusmjör – Jóhanna Guðrún – JóiPéxKróli – Sprite Zero Klan, Hipsumhaps, Háski, Bandmenn, Stuðlabandið, Pálmi Gunnars, Guðrún Árný, Klara Elías, Sverrir Bergmann og Ragga Gísla.
Í næstu viku verða síðustu atriði hátíðarinnar kynnt.
Það eru Tuborg, Pepsi Max, Red Bull og FM957 sem færa landsmönnum Þjóðhátíð í Eyjum.
Miðasala er í fullum gangi á https://dalurinn.is/
Í fyrsta skipti verður boðið upp á lifandi streymi frá Brekkusöngnum í samvinnu við Senu live frá Brekkusöngnum og geta landsmenn því upplifað Brekkusönginn heima í stofu í gegnum netið eða myndlykla Vodafone og Símans: https://senalive.is/vidburdir/brekkusongur/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst