Staða bólusetninga í Vestmannaeyjum

Guðný Bogadóttir yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum sendi okkur þessar upplýsingar um gang mála í bólusetningum í Vestmannaeyjum. Í síðustu viku var verið að bólusetja grunnskólabörn, fólk í elstu aldurshópum,  skjólstæðinga dagdvalar og heimahjúkrunar og boðið upp á örvunarskammta handa þeim sem fengið hafa Janssen eða einungis fengið 1 bólusetningu með pfizer eða Astra Zenica. […]

Sex mánaða rekstraryfirlit hafnarinnar

Sex mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Tekjur Vestmannaeyjahafnar fyrstu 6 mánuði ársins eru 240 milljónir og rekstrarniðurstaða jákvæð um 21 milljón. Áætlun ársins 2021 gerði ráð fyrir að tekjur á tímabilinu yrðu tæpar 213 milljónir og jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 21 milljón. Lífeyrissjóðsskuldbindingar vega þyngst í gjöldum […]

Álfheiður leiðir Pírata – Smári í heiðurssætinu

Píratar í Suðurkjördæmi hafa birt framboðslista sinn fyrir komandi alþingiskosningar. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur á Selfossi, leiðir listann en hún sigraði í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi í mars síðastliðnum. Álfheiður hefur verið varaþingmaður Pírata á yfirstandandi kjörtímabili, en Smári McCarthy núverandi oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, gaf ekki kost á sér í framboð og skipar hann heiðurssæti […]

Heimsmet í eymd

Á Vesturlöndum hefur fólk kosningarétt og getur valið skýrar línur til hægri eða vinstri. Í sósíalistaríkjum eru líka hreinar línur. Þar er ekki kosið, þess þarf ekki. Þar ráða sérhagsmunir og forréttindastéttir ríkjum.  Í þessu ljósi er óskiljanlegt að á Íslandi árið 2021 bjóði fram Sósíalistaflokkur sem á hugmyndafræðilegar rætur sínar að rekja til systurflokka […]

Grímuskylda afnumin í Krónunni

Frá og með deginum í dag mun Krón­an af­nema grímu­skyldu í versl­un­um sín­um, en hún var sett á í lok júlí­mánaðar. Frá þessu grein­ir fyr­ir­tækið í til­kynn­ingu á facebook síðu sinni. Þar kemur fram að sem fyrr eru viðskipta­vin­ir og starfs­fólk beðin um að huga ávallt að gildandi fjarlægðartakmörkum, sem nú eru 1 metri, og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.