Frá og með deginum í dag mun Krónan afnema grímuskyldu í verslunum sínum, en hún var sett á í lok júlímánaðar. Frá þessu greinir fyrirtækið í tilkynningu á facebook síðu sinni.
Þar kemur fram að sem fyrr eru viðskiptavinir og starfsfólk beðin um að huga ávallt að gildandi fjarlægðartakmörkum, sem nú eru 1 metri, og hvött til að nýta sér sótthreinsispritt sem er að finna víða í verslununum. Áfram verður lögð mikil áhersla á annars konar sóttvarnir í verslunum svo sem aukin þrif og notkun sótthreinsispritts á milli afgreiðslna. Öllum sé einnig að sjálfsögðu áfram velkomið að bera grímur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst