Sex mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Tekjur Vestmannaeyjahafnar fyrstu 6 mánuði ársins eru 240 milljónir og rekstrarniðurstaða jákvæð um 21 milljón. Áætlun ársins 2021 gerði ráð fyrir að tekjur á tímabilinu yrðu tæpar 213 milljónir og jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 21 milljón. Lífeyrissjóðsskuldbindingar vega þyngst í gjöldum umfram það sem áætlun gerðu ráð fyrir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst