Blaðamannafundur fyrir Stjörnuleikinn í beinni

Opinn blaðamannafundur fyrir Stjörnuleikinn verður haldinn á Brothers Brewery í kvöld kl. 20:00. Þar koma fram þjálfarar liðanna ásamt einhverjum leikmönnum og svara spurningum fjölmiðlamanna og annarra í sal. Sýnt verður beint frá fundinum á ÍBV TV, útsendinguna má nálgast hér að ofan. (meira…)

Hlaðvarpið – Guðrún Erlingsdóttir

Í fertugasta og öðrum þætti er rætt við Guðrúnu Erlingsdóttur um líf hennar og störf. Guðrún ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, minningar úr gosinu, vinnuna, tónlistina og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra jólalag sem Guðrún Erlingsdóttir samdi og gaf út nú fyrir jólin, lagið heitir Friður á jólanótt. Endilega […]

Elliði Snær framlengir í Þýskalandi

Eyjamaðurinn og landsliðsmaðurinn í handknattleik, Elliði Snær Viðarsson, hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiksliðið Vfl Gummersbach um eitt ár. Hann er þar með samningsbundinn liði félagsins fram á mitt ár 2023. Gummersbach greindi frá þessu í morgun. Elliði Snær gekk til liðs við Gummersbach frá ÍBV sumarið 2020. Hann hefur leikið stórt hlutverk jafnt […]

Fjaraugnlæknaþjónusta í Vestmannaeyjum

Í Vestmannaeyjum er boðið upp á fjaraugnlæknaþjónustu fyrir þá sem vilja koma í augnbotnaskoðun.  Nýr og fullkominn tækjabúnaður er í Vestmannaeyjum, en eins og nafnið segir er þetta fjarlækningaþjónusta og augnlæknir er því ekki staddur í Vestmannaeyjum. Sérþjálfaður starfsmaður í Eyjum tekur myndir sem eru skoðaðar af augnlækni sem staðsettur er í Reykjavík. Einstaklingar með […]

Stjörnuleikurinn fer fram á laugardag

Stjörnuleikurinn fer fram næsta laugardag klukkan 16:00. Leikmenn hafa verið að undirbúa sig síðustu vikurnar en dregið var í lið síðasta föstudag. Grímu og hraðprófsskylda er á leiknum og því hafa leikmenn þessi skilaboð til Eyjmanna. (meira…)

Viðræður við Færeyinga um samnýtingu Herjólfs III

Vegagerðin og Strandferðaskip í Færeyjum hafa átt í viðræðum um hvort mögulegt sé að samnýta Herjólf III með einhverjum hætti. Grunnforsenda samninga er að Herjólfur III sé aðgengilegur ef og þegar þörf reynist á og  verði þannig áfram varaferja fyrir nýja Herjólf. Reikna má með að niðurstaða fáist í viðræðurnar á næstu mánuðum. Strandfaraskip í […]

16. desember – Helgi Rasmussen Tórzhamar | Að lifa í trú

Starfsfólk Landakirkju mun í ár halda úti jóladagatali líkt og gert var fyrir jólin 2018 og 2019. Jóladagatal Landakirkju 2021 sem ber yfirskriftina Að lifa í trú. Birtur verður einn gluggi á Facebook-síðu Landakirkju og á Youtube-rás kirkjunnar hvern morgun alveg fram að jólum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.