Marhólmar fagna tíu ára afmæli

„Við Hilmar stofnuðum Marhólma 9. febrúar 2012, skipulögðum starfsemina næstu mánuði, framleiddum masago úr gæðahrognum frá Vinnslustöðinni í fyrsta gáminn í humarsal VSV í desember 2012 og hófum starfsemi í eigin verksmiðju í mars 2013. Þetta byrjaði með fullvinnslu loðnuhrogna og síðar komu síld og þorskhrogn til sögunnar. Fullvinnsla síldar heyrir sögunni til í bili en við […]
Sjö ferðir á dag frá 1. mars

Frá og með 1.mars næstkomandi verða sigldar 7 ferðir daglega til Landeyjahafnar. þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi: “Fyrirséð endalok heimsfaraldurs sem fylgt hefur rekstri Herjólfs ohf. í í 23 mánuði af þeim 34 sem félagið hefur verið í rekstri ásamt góðri rekstrarniðurstöðu síðasta árs eftir fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfarið á nýjum þjónustusamningi við Vegagerðina, gera […]
Birna Berg Haraldsdóttir áfram hjá ÍBV

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Hún hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020, þegar hún kom frá Neckarsulmer í Þýskalandi. Hún hafði þá leikið í atvinnumennsku erlendis um nokkurra ára skeið. Birna varð fyrir því óláni að meiðast alvarlega í upphafi yfirstandandi tímabils, bikarleik ÍBV gegn Gróttu, […]
Best væri að gera Blátind sjófæran

Blátindur VE 21 og örlög hans voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær þar var lagt fram mat á varðveislugildi Blátinds VE sem unnið var að undirlagi Minjastofnunar. Matið vann Helgi Máni Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna og sérfræðingur á Borgarsögusafni Reykjavíkur. Í samantekt skýrslunar kemur fram: Blátindur er friðaður vegna aldurs. […]
Neytendastofa sektaði sex rekstraraðila í Vestmannaeyjum

Neytendastofa hefur sektað sex rekstraraðila í Vestmannaeyjum en þeir eru Flamingó, Heimaey, N1 Friðarhöfn, Póley, Salka og Tvisturinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef neytendastofu. Í verðmerkingareftirliti er skoðað hvort söluvörur eru verðmerktar, hvar sem þær eru sýnilegar eða aðgengilegar neytendum. Einnig er skoðað hvort […]