Eyþór Harðarson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Eyþór Harðarson er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum eftir prófkjör flokksins í dag, en Eyþór hlaut 597 atkvæða í 1. sæti eða 67,2% atkvæða. Í öðru sæti er Hildur Sólveig Sigurðardóttir með 475 atkvæði í 1. – 2. sæti eða 53,4% atkvæða. Í þriðja sæti er Gísli Stefánsson með 385 atkvæði í 1. – 3. […]

Eyþór enn með afgerandi forystu

Eyþór Harðarson stendur eftstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum þegar 595 atkvæði hafa verið talin með 392 atkvæði. Í öðru sæti er Hildur Sólveig Sigurðardóttir með 323 atkvæði. Í þriðja sæti er Gísli Stefánsson með 246 atkvæði. Í fjórða sæti er Margrét Rós Ingólfsdóttir með 304 atkvæði og í fimmta sæti er Rut Haraldsdóttir með […]

Slökkviliðið veður gervireyk í verbúðinni

Húsnæði verbúðarinnar sálugu í Vinnslustöðinni gegnir göfugu hlutverki æfingavettvangs slökkviliðs og lögreglu í Vestmannaeyjum og skilar því svona líka ljómandi vel. Fólk á ferð um hafnarsvæðið kann að verða vart við umferð lögreglu- eða slökkviliðsmanna við gamla innganginn í VSV og heldur að eitthvað dramatískt sé að gerast. Skýringin er nú ekki dramatískari en svo […]

Eyþór leiðir eftir fyrstu tölur

Eyþór Harðarson leiðir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum þegar 296 atkvæði hafa verið talin með 194 atkvæði í 1. sætið. Hildur Sólveig Sigurðardóttir er önnur með 155 atkvæði í 1. – 2. sæti. Þriðji er Gísli Stefánsson með 123 atkvæði í 1. – 3. sæti. Margrét Rós Ingólfsdóttir er fjórða með 151 atkvæði i 1. […]

Fyrstu tölur um níu

Kjörfundi í Ásgarði lauk nú kl.18:00 í prófkjöri sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Kjörsókn var hreint frábær, en rúm 60% sjálfstæðismanna í Eyjum tóku þátt. Stefnt er að því að birta fyrstu tölur um kl.21:00. verða þær birtar í beinni útsendingu á fésbókarsíðu Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum https://www.facebook.com/xdeyjar (meira…)

Kanna áhuga einkaaðila um sjósundsaðstöðu

Haustið 2021 auglýsti Vestmannaeyjabær eftir tillögum að uppbyggingu aðstöðu til sjósunds í Klaufinni/Höfðavík. Arkítektafyrirtækið Undra ehf., var eina fyrirtækið sem sendi inn tillögu. Málið far til umræðu á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Um er að ræða tillögu um sjávarbaðstað með aðstöðu til sjósunds og útivistar við Klaufina/Höfðavík í Vestmannaeyjum. Sjávarbaðstaðan mun falla að nærumhverfi og […]

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fer fram í dag

Í dag 26.mars fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum til sveitarstjórnarkosninga 2022. Kjörstaður er í Ásgarði og opið er frá kl.10:00 til 18:00 Frambjóðendur eru með sameiginlegt kosningakaffi í Akóges kl.14:00-17:00 Sameiginleg kosningavaka frambjóðenda verður í Akóges kl.20:00 Kjörnefnd (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.