Framboðslisti Bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey samþykktur

Í kvöld var framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, samþykktur einróma á félagsfundi. Á listanum er öflugt fólk sem vill hag Vestmannaeyja sem bestan. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóraefni listans. Framboðslisti Fyrir Heimaey: 1. Páll Magnússon 2. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir 3. Íris Róbertsdóttir 4. Örn Friðriksson 5. Ellert Scheving Pálsson 6. Aníta Jóhannsdóttir 7. Arnar […]
Marc Wilson til ÍBV

Marc Wilson er kominn með félagaskipti til ÍBV og gæti spilað með liðinu í sumar. Wilson lék með Þrótti Vogum í fyrra og eltir Hermann Hreiðarsson, þjálfara ÍBV, til Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í frétt á vefnum fotbolti.net „Hann kom til landsins á fimmtudaginn og tók létta æfingu með okkur í dag. Mér sýnist hann […]
Það er bullandi vertíð

Heimasíða Síldavinnslunnar sló í morgun á þráðinn til Birgis Þórs Sverrissonar, skipstjóra á Vestmannaey VE, og Jóns Valgeirssonar, skipstjóra á Bergey VE, og spurði þá um yfirstandandi vertíð. Vestmannaey var að landa í heimahöfn og Birgir Þór var ánægður með fiskiríið. „Það er bullandi vertíð og hörkufiskirí. Við höfum að undanförnu landað fullfermi upp í […]
VSV-saltfiskur í morgunsjónvarpi CNN í Portúgal

Í Vestmannaeyjum eru nú staddir útsendarar CNN, þessarar víðfrægu fréttastöðvar sem teygir anga sína um alla veröldina. Erindi þeirra er einkum að kanna umhverfi, aðstæður, veiðar og vinnslu saltaða þorsksins sem Portúgalar vilja allra helst hafa á borðum þegar þeir gera ögn betur við sig en hvunndags, hvort sem er heima eða á veitingahúsum. Saltfiskur […]
Sex umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla

Þróunarsjóður leik- og grunnskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Fræðslufulltrúi fór yfir umsóknir í sjóðinn 2022-2023. Alls bárust sex umsóknir í sjóðinn þetta árið. Í niðurstöðu um málið þakkar ráðið yfirferðina og boðar að ráðið mun fara yfir umsóknir og meta þær. Umsóknum verður svarað fyrir 30. apríl eins og […]