Fasteignamat hækkar um 10,3%

Þjóðskrá Íslands hefur birt endurreiknað fasteignamat fyrir 2023. Matið er gert á hverju ári og miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2022 og tekur gildi 31. desember 2022. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár. Fasteignamat á Íslandi hækkar að meðaltali um 19,9%, en í fyrra nam hækkunin einungis 7,4%. Í Vestmannaeyjum hækkar fasteignamat um 10,3% […]

Opið bréf til nýkjörinna sveitarstjórnarfulltrúa!

Til hamingju með að ná kjöri. Nú er mikilvægt að vanda sig. Eitt af því sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á er að þeirra sveitarfélag hafi samráð við fatlað fólk. Nú er lag að nýjar og endurkjörnar sveitarstjórnir gæti að lagaskyldu sinni til að koma upp notendaráðum fatlaðs fólks í hverju sveitarfélagi. Fjölmörg sveitarfélög hafa […]

Herjólfsmenn skoða göng í Færeyjum

Áhöfnin sem sigldi Herjólfi III til Færeyja á sunnudaginn hefur nýtt tímann vel. Meðal annars skoðaði hún Sandeyjargöngin sem nú er verið að vinna við. Þau eru tæpir 11 kílómetrar að lengd og verða lengstu göngin í Færeyjum. Eyjapeyinn Björn Sigþór Skúlason var leiðsögumaður þeirra í gegnum göngin. Þetta kemur fram á FB-síðu Helga Rasmussen […]

Stormasamt í kringum Ingó Veðurguð

Ingólfur Þórarinsson

Í frétt á vefnum vísir.is er fjallað um sýknudóm Sindra Þórs Sigríðarsonar Hilmarssonar af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Telur lögmaður Ingólfs að um tímamótadóm sé að ræða þar sem niðurstaðan staðfesti að segja megi hvað sem er um hvern sem er. Ingólfur stefndi Sindra Þór vegna fimm ummæla sem sá síðarnefndi lét falla sumarið 2020. […]

Þyrla send vegna þoku í Reykjavík

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél Mýflugs, sem annast sjúkraflutninga, gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík. Þetta kemur fram á vefnum visir.is „Oftast er það nú á hinn veginn farið, að það sé þoka í Vestmannaeyjum, en í kvöld var því […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.