Þjóðskrá Íslands hefur birt endurreiknað fasteignamat fyrir 2023. Matið er gert á hverju ári og miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2022 og tekur gildi 31. desember 2022. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.
Fasteignamat á Íslandi hækkar að meðaltali um 19,9%, en í fyrra nam hækkunin einungis 7,4%. Í Vestmannaeyjum hækkar fasteignamat um 10,3% en hækkunin í Eyjum nam 4,5% í fyrra.
Fréttin hefur verið uppfærð
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst