Valur í vandræðum með ÍBV

Litlu munaði að ÍBV stelpurnar hefðu betur í leiknum í dag á móti Val. Sandra Voitane kom ÍBV yfir á 48. mínútu og Valskonur jöfnuðu ekki fyrr en í uppbótartíma. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrir Val. Lið ÍBV er nú í 6. sæti deildarinnar, einungis fimm stigum á eftir Val sem er á toppnum. Tölfræði […]
Lokahóf Olís deildarinnar

Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni. Sunna Jónsdóttir hjá ÍBV var valin besti varnarmaður kvennadeildarinnar. Þetta kemur fram á vef HSÍ. (meira…)
Guðjón Pétur biðst afsökunar á framkomu sinni

Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV í knattspyrnu hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á framkomu sinni í leik gegn ÍA á Hásteinsvelli fyrir skömmu: Kæru stuðningsmenn og allir tengdir ÍBV. Mig langar að biðja alla afsökunar á hegðun minni í leik gegn ÍA fyrir rúmri viku þar sem ég fór yfir […]
Hákon Helgi nýr forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar

Alls sóttu tólf umsækjendur um stöðu forstöðumanns og var Hákon Helgi Bjarnason valinn úr þeim hópi, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Tekur Hákon Helgi við af Grétari Þór Eyþórssyni. Hákon Helgi lauk B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2010 og MS í viðskiptafræði, með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, frá Copenhagen Business School 2013. […]