Alls sóttu tólf umsækjendur um stöðu forstöðumanns og var Hákon Helgi Bjarnason valinn úr þeim hópi, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Tekur Hákon Helgi við af Grétari Þór Eyþórssyni.
Hákon Helgi lauk B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2010 og MS í viðskiptafræði, með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, frá Copenhagen Business School 2013. Hákon Helgi hóf störf sem forstöðumaður í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn árið 2012 og sinnti því starfi til ársins 2016 þegar hann flutti heim til Íslands í eitt ár, og starfaði þá sem sérfræðingur á sviði viðskiptagreindar hjá Festi. Árið 2017 tók Hákon Helgi aftur við stöðu forstöðumanns hjá Magasin du Nord í Kaupmannahöfn og sinnti því starfi í 1 ár, þar til hann tekur við stöðu rekstarstjóra hjá Bestseller. 2019-2021 sinnti hann svo stöðu verslunar- og innkaupastjóra Galleri 17 fyrir NTC á Íslandi. Frá árinu 2021 hefur Hákon Helgi sinnt stöðu verslunarstjóra í Ármúlaversluns Símans.
Vestmannaeyjabær býður hann velkominn til starfa og þakkar fráfarandi forstöðumannii fyrir hans starf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi en Grétar hefur ráðið sig á uppsjávarskipið Sigurð VE.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst