Af botninum er spyrnan best

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði gegn Víkingi 0-3 í leik kvöldsins. Þar með er lið ÍBV komið á botninn, enn með þrjú stig. Víkingur er hins vegar komið í annað sæt Bestu deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliðinu; Breiðabliki. Mynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson (meira…)
Tilkynning frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja

Nýsmíði á björgunarskipi Björgunarfélags Vestmannaeyja er vel á veg komin í skipasmíðastöð Kewatec í Kokkola í Finnlandi. Niðursetning vélbúnaðar er langt komin og var aðalvélum komið fyrir núna í vikunni. Í framhaldi verður stýrishúsi komið fyrir á skrokknum, en unnið er við þessa hluti jöfnum höndum í sitthvoru lagi. Eins og sjá má á meðfylgandi […]
Séstey / Hverfey í Surtseyjarstofu

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Séstey / Hverfey í Surtseyjarstofu, Vestmannaeyjum, laugardaginn 18. júní milli kl. 17.00 og 18.30 með verkum eftir Þorgerði Ólafsdóttur. Klukkan 15:30 munu Þorgerður og Magnús Freyr Sigurkarlsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, leiða gesti um sýninguna. Á sýningunni sýnir Þorgerður ný listaverk og aðra muni samhliða fastasýningu Umhverfisstofnunnar í Surtseyjarstofu. Sýningin er unnin […]
Hátíðardagskrá 17. júní

Hátíðardagskráin þann 17. júní 2022. 9:00 Fánar dregnir að húni í bænum 11:00 Hraunbúðir Fjallkonan – Tanya Rós Jósefsdóttir Goremykina flytur hátíðarljóð Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja 11:00 Skátamessa í Landakirkju Séra Viðar Stefánsson þjónar Skátar segja frá hreyfingunni og upplifun sinni að vera í Skátunum. Skátasöngvar sungnir. 13:30 Íþróttamiðstöð Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman […]
Strákarnir taka á móti Víkingi á Hásteinsvelli

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tekur á móti Víkingi á Hásteinsvelli í dag kl. 18:00. Mikil spenna var í kringum ÍBV liðið fyrir landsleikjahléið og báðum við þjálfara liðsins, Hemma Hreiðars, að fara yfir stöðuna með okkur. „Já, ég er bara bjartsýnn á gengi liðsins, hér er engin uppgjöf og fullt af karakter í liðinu.“ „Það […]