Nýsmíði á björgunarskipi Björgunarfélags Vestmannaeyja er vel á veg komin í skipasmíðastöð Kewatec í Kokkola í Finnlandi. Niðursetning vélbúnaðar er langt komin og var aðalvélum komið fyrir núna í vikunni. Í framhaldi verður stýrishúsi komið fyrir á skrokknum, en unnið er við þessa hluti jöfnum höndum í sitthvoru lagi. Eins og sjá má á meðfylgandi myndum hefur tekist vel til við smíði og frágang á skrokk skipsins.
Í lok þessa mánaðar munu aðilar frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu fara utan og kynna sér smíðina og annast úttektir. Stefnt er að því að skipið verði afhent í Vestmannaeyjum í ágúst á þessu ári. Hjá okkur ríkir mikil eftirvænting fyrir nýja skipinu sem mun leysa af eldra björgunarskip félagsins, en björgunarskipið Þór er að verða 28 ára gamalt og hefur reynst Vestmannaeyjingum mjög vel.
Fjármögnun á þessu stóra verkefni er í fullum gangi og hafa íslenska ríkið, Sjóvá, Vestmanneyjabær ásamt fleiri aðilum stutt verkefnið dyggilega nú þegar. Kostnaður við skipið er samt sem áður 285.000.000,- króna og erum við því áfram að leita að stuðningi til að fullfjármagna björgunarskip til eyja.
Það er við hæfi á sjómannadegi þegar fagnað er mjög góðum árangri í öryggismálum á sjó og fallinna sjómanna er minnst, að við í Björgunarfélagi Vestmannaeyja minnum á styrktarlínu á heimasíðu félagsins. Þar geta allir þeir sem vilja, styrkt okkur í kaupum á nýju og öflugra björgunarskipi með því að velja Björgunarfélag Vestmannaeyja í greiðsluferlinu.
Smelltu hér til að styrkja Björgunarfélagið.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst