KFS á sigurbraut

KFS var að vinna KH á Týsvelli rétt í þessu 2:1. KH var yfir í hálfleik en Ásgeir Elíasson og Víðir Þorvarðarson skoruðu mörkin í seinni hálfleik fyrir KFS sem lyfti sér upp í sjöunda sæti þriðju deildar með sigrinum. Næst spila peyjarnir útileik á sunnudag við Vængi Júpiters. Myndin er af vösku liði KFS […]
Þess virði að missa af Herjólfsferð

Slippurinn fagnar 10 ára afmæli og bauð til afmælishátíðar í dag að því tilefni. Opið var á barinn fyrir gesti og þjónar gengu um og buðu gestum upp á frumlega smárétti sem voru hver öðrum betri. Gísli Matthías, kokkur Slippsins og eigandi, stiklaði á stóru yfir ótrúlega magnaða sögu staðarins og lýsti því þrekvirki sem […]
Aldrei verið með sterkara landslið

EM kvenna í fótbolta hefst á morgun, 6. júlí. Fyrsti leikur Íslands á mótinu er 10. júlí næstkomandi, gegn Belgíu. Það er vegleg umfjöllun um EM og stelpurnar okkar í liðinu, þær Berglindi Björgu og Elísu. Það er samdóma álit sérfræðinga að Ísland hafi aldrei átt eins góðan landsliðshóp og er þeim spáð góðu gengi […]
Sighvatur Bjarnason kveður eftir langa þjónustu

„Jæja, þá er hann Sighvatur Bjarnason VE farinn til nýrra eigenda. Ekki skartar hann sínu fegursta við brottförina eins og myndirnar sína eftir áralanga legu við bryggju hér í Eyjum,“ segir Tryggvi Sigurðsson, skipaáhugamaður með meiru á FB-síðu sinni rétt um eitt leytið í dag. Sighvatur var í eigu Vinnslustöðvarinnar og hafði þjónað henni í […]
24 dagar til Þjóðhátíðar

Mikið líf var í Herjólfsdal í gærkvöldi þegar hópur af sjálfboðaliðum var þar samankominn við að undirbúa fyrir Þjóðhátíð. Myndirnar tala sínu máli. Dagskráin fer að verða fullmótuð, samkvæmt vefsíðunni dalurinn.is, en þau sem koma fram eru meðal annarra: Ragga Gísla, Jóhanna Guðrún, Hreimur, Herbert Guðmundsson og Aldamótatónleikarnir. Auk þeirra er búið að bóka Birgittu […]
Andlát: Bjarney Jóna Valgeirsdóttir (Badda)

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir Bjarney Jóna Valgeirsdóttir – Badda Lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 3.júlí Hún verður jarðsungin frá Landakirkju Vestmannaeyjum 8. Júlí kl.13:00 Streymt verður frá athöfninni – landakirkja.is Valgeir Yngvi Árnason – Rósa Gunnarsdóttir Fanney Jóna Gísladóttir- Karl Heimir Búason Ragnar Björn, Gísli Valgeir, Viggó, Fannar Búi, Mía Mekkín og systkini […]