EM kvenna í fótbolta hefst á morgun, 6. júlí. Fyrsti leikur Íslands á mótinu er 10. júlí næstkomandi, gegn Belgíu.
Það er vegleg umfjöllun um EM og stelpurnar okkar í liðinu, þær Berglindi Björgu og Elísu. Það er samdóma álit sérfræðinga að Ísland hafi aldrei átt eins góðan landsliðshóp og er þeim spáð góðu gengi í riðlinum.
Leikir Íslands eru allir sýndir í beinni útsendingu á RÚV og hefjast þeir allir kl. 16:
sunnudag 10. júlí
fimmtudag 14. júlí
mánudag 18. júlí
Nánar í næsta blaði Eyjafrétta, sem kemur út á morgun, 6. júlí.
Myndirnar eru teknar á æfingu landsliðsins í Þýskalandi í gær. Allar myndir eru í eigu Hafliða Breiðfjörð hjá Fótbolti.net
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst