Aðeins 10 yfir refsimörkum

Mikið flæði fólks var um Land­eyja­höfn í gær, enda fjöldi fólks á leið heim af Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um. Sem áður var lög­regl­an á Suður­landi í höfn­inni með mikið og strangt eft­ir­lit en hver ein­asti ökumaður á leið þaðan út var lát­inn blása í áfeng­is­mæli. Talið er að um fimmtán þúsund manns hafi verið í Herjólfs­dal […]

Hvenær lenda pysjurnar?

Nú þegar Þjóðhátíðinni er lokið er bara ein spurning sem brennur á vörum yngri kynslóðarinnar: hvenær koma eiginlega pysjurnar í bæinn? Í fyrra voru pysjurnar þegar mættar á þessum tíma árs og við höfðum því samband við Erp Snæ Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands, hann er líklegasti maðurinn til að vita eitthvað um fyrirhugaðan lendingartíma hjá […]

Tilkynning til áskrifenda

Stjórn Eyjasýnar ehf. vill benda á að dyggir áskrifendur Eyjafrétta ættu nú að vera búin að fá kröfur fyrir síðustu þremur mánuðum af áskriftargjaldi inn á heimabankann eða á kreditkortayfirlitið. Smávægilegir hnökrar urðu á innheimtu þegar breytingar voru gerðar hjá fyrirtækinu á dögunum en nú eru hlutirnir að smella saman. Stjórn Eyjasýnar ehf. biður frábæra […]

Íþróttaviðburður af stærri gerðinni

Nú um helgina verður í golfi á vellinum í Vestmannaeyjum, um er að ræða gríðarlega mikilvægan íþróttaviðburð af stærri gerðinni. 152 bestu kylfingar landsins í karla- og kvennaflokki eru skráð til leiks og má segja að hafi verið hart barist um sætin, því forkeppni var haldin um síðustu lausu plássin. Mótið hefst á morgun, fimmtudag, og […]

Guðjón Ernir til 2024

Guðjón Ernir hefur framlengt samning við ÍBV út tímabilið 2024. Guðjón kom til ÍBV fyrir tímabilið 2020 og hefur verið í lykilhlutverki allar götur síðan. Þessi öflugi leikmaður kom frá Hetti þar sem hann er uppalinn. Hjá ÍBV hefur Guðjón spilað 54 deildarleiki og skorað í þeim tvö mörk. Í sumar hefur hann einu sinni […]

Yngstir í flotanum

Hæfileikar og vinnusemi spyrja ekki um aldur, en nokkuð ljóst er að með þeim yngstu í flotanum starfa á Kap VE4. Yfirvélstjórinn heitir Ólafur Már Harðarsson og Theodor Hrannar Guðmundsson leysir hann af í fríum. Ólafur er ’90 módeil og Theodor er ’96 módel. Þetta kemur fram á Facebook síðuð hjá Erni Friðrikssyni. (meira…)

Toppurinn var Brekkusöngur

Við erum mjög sátt við þessa Þjóðhátíð á alla lund,“ segir Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV íþróttafélags, sem stendur að Þjóðhátíðinni í Eyjum. „Veðið lék við okkur og við fengum frábæra gesti. Toppurinn var Brekkusöngurinn þar sem fólkið tók vel undir,“ segir Þór sem játar að frábær aðsókn hjálpi upp á fjárhag ÍBV. Félagið sé sært […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.