Vestmannaeyjahlaupið – Veðrið lék við keppendur

Veður var eins og best verður á kosið, stillt en skýjað þegar á annað hundrað þátttakendur í Vestmannaeyjahlaupinu voru ræstir kl. 13.00 í dag. Hlaupnir voru fimm og tíu kílómetrar. Í fimm kílómetra hlaupinu var Kristinn Þór Kristinsson fyrstur karla á tímanum 17:27 mínútum og af konunum kom Kristín Klara Óskarsdóttir fyrst í mark á […]
Tæplega 60 pysjur lentar

Á þessum tíma í fyrra var búið að skrá og vigta fleiri en 5.000 pysjur, tímabilið hafði náð hámarki 13. ágúst og var því í raun alveg búið áður en september rann upp. Nú ber annað við, en 57 pysjur hafa verið skráðar á vefinn lundi.is og þar af hafa 33 verið vigtaðar. Meðalþyngd pysjanna […]
Helmingur á móti meðferð Herjólfs á gæludýrum

Fréttablaðið.is greinir frá niðurstöðu könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 17. – 31. ágúst sl. þar sem kemur fram að helmingur fólks sé andvígur því að dýr séu geymd á bílaþilfari Herjólfs á meðan siglingum stendur. Öryggi dýra var til umræðu í fjölmiðlum fyrir nokkru, og þá ekki síst í kjölfar þess að bílalyfta Herjólfs féll […]