Herjólfur – Fyrsta ferð á morgun kl. 12.00

Farþegar athugið – Vegna siglinga sunnudaginn 2.október. Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar á sem ætla sér að ferðast með okkur í fyrramálið að spáð er hækkandi ölduhæð í nótt sem á að ganga niður þegar líða fer á hádegi. Að því sögðu siglir Herjólfur skv. eftirfarandi áætlun á morgun sunnudag Brotför frá Vestmannaeyjum kl. […]
ÍBV-konur enda í sjötta sæti

Eyjakonur voru sannfærandi á Hásteinsvelli þar sem þær mættu Aftureldingu í síðasta leik Bestu deildarinnar í ár. Höfðu yfirhöndina allan tímann og unnu 3:0-heimasigur en lið Aftureldingar var fallið. ÍBV endar því í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig sem verður að teljast ásættanlegt. Mörk ÍBV skoruðu Olga Sevcova sem gerði tvö mörk og Ameera Hussen […]
Þór kominn í heimahöfn (myndir)

Nýr Þór kom í heimahöfn í Vestmannaeyjum í dag. Skipið fékk höfðinglegar móttökur og tók fjölmenni á móti þessu nýja björgunarskipi við komuna til Eyja. Gestum var boðið að skoða skipið að lokinni stuttri athöfn þar sem séra Guðmundur Örn blessaði skipið og afhenti sjóferðabæn og bátnum var gefið formlega nafn. Almenningi gefst kostur á […]
Þriðju flokkar – Birna María og Birkir best
Í vikunni fór fram lokahóf 3. flokka karla og kvenna í fótbolta en síðustu leikir kláruðust um helgina. Flokkarnir tóku þátt í Íslandsmóti og bikarkeppni ásamt því að farið var til Svíþjóðar í júlí og tekið þátt í Gothia Cup. KSÍ gerði breytingar á Íslandsmótinu í 3. flokk fyrir tímabilið og lengdist það í báða […]
Lokaumferð í Bestu deild kvenna í dag

Stelpurnar í ÍBV ljúka leik í Bestu deild kvenna í dag þegar 18. umferð og síðasta umferð sumarsins verður leikin í heild sinni. Á hásteinsvelli tekur ÍBV á móti Aftureldingu en lið gestanna er þegar fallið úr deild þeirra bestu. ÍBV situr í sjötta sæti og gæti með sigri í dag færst ofar í töflunni. […]