Eyjakonur voru sannfærandi á Hásteinsvelli þar sem þær mættu Aftureldingu í síðasta leik Bestu deildarinnar í ár. Höfðu yfirhöndina allan tímann og unnu 3:0-heimasigur en lið Aftureldingar var fallið.
ÍBV endar því í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig sem verður að teljast ásættanlegt.
Mörk ÍBV skoruðu Olga Sevcova sem gerði tvö mörk og Ameera Hussen eitt mark.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst