Eyjamenn eru og verða með þeim bestu

Eyjamenn gulltryggðu sæti í Bestu deild að ári eftir 3:1 sigur á Fram í neðri hluta úrslitakeppninnar. Eru með 29 stig þegar tvær umferðir eru eftir en Leiknir og ÍA eru á botninum með 21 og 19 stig. Mörk ÍBV: Sigurður Arnar Magnússon á annarri og 32. mínútu og Halldór J. S. Þórðarson á 34. […]
ÍBV komið í þriðju umferð Evrópubikars kvenna

Eyjakonur tryggðu sér sæti í þriðju umferð Evrópubikars kvenna með öruggum sigri á Ionais frá Grikklandi, 27:22 í Vestmannaeyjum í dag. Þær grísku unnu fyrri leikinn í gær, 21:20 sem var þeirra heimaleikur. Hrafnhildur Hanna var markahæst í liði ÍBV með sex mörk en alls náðu átta leikmenn að skora í dag. Marta Wawrzynkowska í […]
Fram – ÍBV í dag – Góð staða en ekkert öruggt

ÍBV hefur enn ekki tapað leik í úrslitum neðri hluta Bestu deildarinnar en ekkert er öruggt svo vitnað sé í orð Einars Fidda á FB í gær: „Jæja! Tottenham 2 Everton 0. Flottur leikur hjá mínum mönnum. Einnig voru hagstæð úrslit í Bestu deildinni Leiknir 2 – ÍA 2. Þannig að við, ÍBV erum með […]